ForntextaSkrifarinn
Kristín Þorgrímsdóttir

 

 

www.mmedia.is/anno

anno@mmedia.is

sími: 861 5443

 

 

Myndin sýnir hluta af jurtalitum sem ég vinn með, o.fl.

Ég að skera til fjöður í penna 

 

Forsíða

Um mig

Þátttaka í endurvakningu

Nýjustu fréttir 

 

Forntextaskriftir  

Kennsluefni 

Námskeið  

Vinnubúðir

Atriðaorðaskrá 
Tenglar

 

Myndasafn

I   Forntextaverk

II  Nútímaleg verk

III Sögulegt handverk  

IV Miniaturar

 

Sölustaðir  

Verslanir

Markaðir

 

Sögulegt handverk

Örnámskeið (væntanleg)

Handverk barna

 

Senda tölvupóst

 

English  (due soon)

Please e-mail if you have 

some questions.

 

Efni og áhöld

(í vinnslu)

 

Í nútímaaðferðum skrautskrifara og listamanna er víða hægt að finna leifar af verkkunnáttu miðaldaskrifara. Ég þykist viss um að fæstir nútímaskrifarar viti þó í raun hvort efnin og áhöldin sem þeir vinna með, eða sú tækni sem þeir búa yfir sé söguleg arfleifð eða nútímalegt afsprengi hennar. Ég býst við að það skipti þá svo sem ekki máli, að svo framarlega sem þeim takist að vinna verkið breyti engu hvaðan gott kemur. Ég er hins vegar svolítið í því að flækja hlutina og leita eins nákvæmra upplýsinga um upprunann og mögulegt er.

 

Íslendingar voru, að sögn fræðimanna, miklir bókaframleiðendur á miðöldum, en því miður er enginn beinn fróðleikur varðveittur hér á landi um efni og áhöld, aðferðir eða tækni íslenskra miðaldaskrifara. Flest atriðin sem ég hef sett á heimasíðuna um þessa hluti hef ég fundið í evrópskum heimildum.

 

 

Papírus

Áður en tímatal miðalda hefst var nánast alfarið skrifað á papírus.

 

Meira um papírus

 

Bókfell

Þegar kom fram á 4. öld var almennt ekki lengur skrifað á papírus, heldur bókfell, sérstaklega unnið skinn af kálfi, lambi, geit eða dádýri.

 

Meira um bókfell

Miðaldapappír

Raunar var til eins konar “pappír” á miðöldum, en hann var ekki úr tré eins og nútímapappír, heldur líni eða línþráðum.

Meira um miðaldapappír

Fjaðrapennar

Skriftir og teikningar voru einkum gerðar með pennum úr fjöðrum stórra fugla, en einnig var hægt að skrifa með pennum útbúnum úr bambus og reed.

 

Meira um fjaðrapenna

Ritstílar

Uppsetningar, dálkar og línur voru oft gerðar með ritstílum, ásamt fleiri áhöldum, sum hver vel kunnug okkur í dag: alur, götunar-hjól (sníðahjól), reglustika. Teikningar voru einnig gerðar með ritstílum úr ákveðnum málmum.

 

Meira um ritstíla

Blek

Blek var búið til úr jurtum, steinum og öðru jarðefni.

Talið er að skrifað hafi verið með sortulingsbleki hér á landi.

Meira um blek

 

* * * * *

 

Þegar kemur að því að myndskreyta og lita eða mála koma enn fleiri efni og áhöld til sögunnar.

 

Penslar

Penslar voru gerðir úr dýrahárum, trúlega festum inn í e.k. hólk, t.d. fjöður.

Stundum var litað með fjaðrapennunum sjálfum.

Til gamans má geta þess að bæði forn-Grikkir og forn-Rómverjar notuðu eitt og sama orðið fyrir hvorutveggja “að teikna” og “að mála”.

 

Litir

Litir voru búnir til úr jurtum, steinum og öðru jarðefni, blönduðum með e.k. festiefnum, t.d. eggi.

Hér á landi var trúlega meira um notkun jurta í litablöndun heldur en t.d. steina. Litatónar í íslenskum miðaldahandritum eru mun mildari en í evrópskum handritum.

 

Mortél

Mortél þurfti til að mala grunnefnin niður í duft.

 

Gler- muller

Síðan þurfti muller til að blanda duftið vatni á sléttri marmara- eða glerplötu.

 

Skeljar

Stakar sjávar-skeljar voru notaðar fyrir litina, ein fyrir hvern lit.

 

Hunang og fínn sykur

Hunang eða sykur (fínt malaðan hrásykur) mátti setja í litina til að ná fram sveigjanleika, annars gátu litarefnin sprungið og flagnað af.

 

Gull-lauf

Gull sem nota átti í skreytingar var barið niður í næfurþunnar filmur, s.k. gull-lauf. Úr af-falli og restum var svo búið til skelja-gull.

 

Gessó

Gessó  (ítalska orðið fyrir “kalk”) er jarðefnið calcium carbonate. Upphaflega var gessó blandað með límefni, sem búið var til úr dýrahúðum. Upphaflega notað sem undirlag fyrir tempera liti, hér fyrir gyllingar, sem gerir þær upphleyptar.

Gessó verður stökkt þegar það þornar og getur sprungið eða brotnað. Þess vegna þarf að blanda hunangi í það áður en það er borið á bókfell. Stundum er settur fínmalaður hrásykur í það.

Meira um gesso

Burnisher

Til að ná fram glansa á gullið var það pússað með s.k. burnisher úr mjúkum steinum, t.d. agati eða hematít

Meira um gull-slípara

 

Í nútímaheimildum um gyllingar handrita er hvergi minnst á að notaður hafi verið slípi-massi eins og gert er í gullsmíði í dag til að ná fram glansa. Kannski var það of sóðalegt fyrir bókfellið og of hart fyrir viðkvæmt gulllauf og því ekki notað á miðöldum.

 

Theophilus nefnir hins vegar aðferðir til að pússa eðalsteina með alls kyns efnum, t.d. æ fínni steingerðum eða málmum og sérstaklega undirbúnum bóksfellsbútum.

 

Á evrópskum miðöldum var algengt að skraut eða útflúr væri grafið í gyllingar handrita með til þess gerðum áhöldum, en um það fjalla ég ekki hér.

 

 

 

Miðaldaskriftir:

 

1.       Bókfell +

2.       Alur +

3.       Ritstíll +

4.       Reglustika

5.       Fjaðrapenni

6.       Blek +

7.       Skrifara-hnífur +

8.       Brauðmolar +

9.       Vatnskrukka

10.    Hlífðar-bókfell

 

Sjá líka:

Efni og áhöld í nútímanum