ForntextaSkrifarinn

Kristín Þorgrímsdóttir

 

 

www.mmedia.is/anno

anno@mmedia.is

sími: 861 5443

 

 

 

 

 

 

 

Forsíða

 

Um mig

Þátttaka í endurvakningu

Nýjustu fréttir 

 

Forntextaskriftir  

Kennsluefni 

Námskeið

Atriðaorðaskrá 
Tenglar

 

Myndasafn

I   Forntextaverk

II  Nútímaleg verk

III Sögulegt handverk  

IV Miniaturar

 

Sölustaðir  

Verslanir

Markaðir  &  Sýningar

 

Sögulegt handverk

Örnámskeið (væntanleg)

Handverk barna

 

Senda tölvupóst

 

English  (due soon)

Please e-mail if you have 

some questions.

 

Sögulegt handverk

Það er ekki ætlun mín að kenna það handverk sem hér er sagt frá, heldur einungis gefa þeim ráð og ábendingar sem eru að leita að handverki til að prófa sjálfir. Með tíð og tíma mun ég leggja áherslu á fróðleik og upplýsingar um sögulegt handverk, einkum miðaldahandverk.

  

Úr vinnustofunni minni 2007

 

NÝTT   Tapestry hekl - e.k. margbandahekl, myndhekl, hart hekl
Ég fann grunnatriðin á netinu og hef verið að æfa mig í þessu hekli. Frábært í skálar, körfur, töskur, hatta, gólfmottur, dúka o.fl.
Ég býð nú upp á einstaklingsmiðuð örnámskeið í þessu hekli. Seinlegt, en virkilega skemmtilegt handverk. Nú má nýta alla garnafgangana sína og jafnvel nota hálm inní verkin til að stífa þau meira.
Mér leiðist að festa enda svo þetta handverk á mjög vel við mig - aðeins einn einasti endi að festa með nál.

Þetta þarftu til að geta byrjað:
Garn, heklunál, mynstur ef vill, saumnál.

Kostnaður:
Ekki mikill á meðan verið er að vinna úr garnafgöngum.

 

 

 

Tapestry-heklaðar skálar
úr íslenskum lopa

 

 

Tapestry-hekluð taska
úr íslenskum lopa

 

Leðurvinna
Ég lærði skemmtilegar aðferðir til að vinna í leður hjá Dóru í Marínu Akureyri 2008 og geri auðvitað miðaldadót úr því, t.d. bókband, armbönd ofl. Gæti sett á örnámskeið í því ef einhver hefur áhuga.

Nú, svo hef ég líka verið að prófa að hitavinna leður með SKE hópnum, en það kann ég ekki nógu vel til að kenna.

 

Eldri texti um leðurvinnu:

Náttúrulegt efni – need I say more? Gaman. Sama hér og með íslensku ullina, leður kallar hreinlega á að verða eitthvað... Bæði hægt að lita leður og mála á það, brenna og stensla þykkt leður.

 

Þetta þarftu til að gera byrjað:

Leður, skæri, tvinni, nál, alur, alls kyns hnoð og tól í það, leðurgatari.

Leðurlitir – ef þú vilt lita leðrið. Hanskar bráðnauðsynlegir í þá vinnu nema þú viljir vera með litaðar neglur og fingur í marga daga á eftir.

FolkArt litir og festir – ef þú vilt mála á spalt eða rússskinn.

Brennari og stenslar í þess lags vinnu.

Kostnaður:

Verið viðbúin miklum stofnkostnaði. Leður er mjög dýrt, þokkalega stór húð kostar milli 7 og 15 þúsund krónur. Sumar endast illa vegna galla. Áhöld líka dýr og önnur tæki og smávara, kósar, sylgjur, hnoð og slíkt. Mig minnir að lítil flaska af spritt-leðurlit kosti um 600 krónur. Endist illa. 

Lítill brúsi af FolkArt lit kostar held ég núna um 250 kr., festir er á um 800 kr. Endist mjög vel. Má þynna mikið. 

Góður brennari kostar um 15 þúsund krónur og stenslar eru líka dýrir.

 

 

 

 

 

Armhlífar úr leðri

 


 

Miðaldabókband úr leðri og miðaldapappír

 

 

Miðaldabókband úr leðri og bókfelli

Handunnið Hnefatafl

Þæfing

Svanhvít vinkona mín kenndi mér að þæfa haustið 2006 og ég stoppaði varla í marga mánuði. Mjög skemmtilegt handverk – og þessi líka fína líkamsþjálfun. Myndþæfing skemmtileg líka. Það er mun aðveldara að vinna myndir úr nónóflóka og merínóull heldur en íslenskri ull, en sú íslenska er skemmtilegri að vinna með, hreinlega kallar á að verða eitthvað... Tímafrekt. Subbulegt handverk. Nálþæfing / þurrþæfing er skemmtilegur valkostur, mun rólegra handverk.

 

Þetta þarftu til að geta byrjað:

Ull, vatn, sápa, bast-gardína (ekki bráðnauðsynleg) eða bóluplast, parketplast (ef þú notar snið), fullt af gömlum handklæðum. Í nálþæfingu þarf nokkrar nálar, þá líka nálahaldara, og frauðplastpúða.

 

Kostnaður:

Efniskostnaður ekki svo hár ef ullin er íslensk. Kílóverðið um 1100 krónur og hægt að kaupa í grammatali. Merínóull er mjög dýr og endist mun verr. Nónó-filtið er enn dýrara. Gott að nota blautsápu. Brúsinn kostar um 350 krónur og endist vel. Bast-gardína og plastið kostar heldur ekki mikið.

Nálar, nálahaldari og frauðplastpúði frekar dýrt.

 

Ég tók nýlega þátt í námskeiði hjá Karin hinni norsku gegnum Listalind og lærði nýja tækni. Karin er mögnuð listakona og frábær kennari. Er að æfa mig í því sem hún kenndi - segi frá því síðar. 

 

 

Svanhvít að þæfa hjá mér

 

Þæfður dúkur með mynd af kornuppskeru

 

Þæfð taska með keltnesku mynstri

 

 

Útsaumur

Mig langaði sérstaklega mikið til að læra refilsaum og hef sennilega haft hvað mest fyrir að æfa hann af því handverki sem ég hef prófað, að skriftum og lýsingum undanskildum, en þar er ég auðvitað enn að. Enginn var kennarinn í refilsaumnum og ég varð því bara að prófa mig áfram.

Refilsaumur er fallegur ef vel tekst til, en mjög tímafrekur. Ekki sjens að maður tími að selja verkin þegar þau eru loks tilbúin.

Það kom mér á óvart að á miðöldum var gjarnan saumað í tvöfalt efni, en verkin skánuðu til muna eftir að ég lærði þetta. Bráð-nauðsynlegt er að sauma stór stykki í ramma og þá er ég ekki að tala um litlu hringlaga krílin sem fást í verslunum hér á landi, heldur sérsmíðaða ramma sem standa láréttir á gólfi. Efnið sem þú saumar í er þá saumað fast á rammann, mikið strekkt. Sjá mynd >>>

Fyrir miðalda-sinnaða skal tekið fram að það er alls ekki tímaskekkja að sauma lítil stykki, klippa þau svo út og sauma föst á annað efni, eins konar applikering, án líms. Snjallt t.d. á töskur, svuntur eða búninga. Þá má smám saman bæta skrautinu á eftir því sem verk vinnst og mikill kostur að hægt er að taka svona búta af gamalli flík og færa á nýja.

 

Fléttusaumur, eða gamli krosssaumurinn eins og sumir vilja kalla hann, góður líka. Sérkenni: mjög afkastahvetjandi. Ég kláraði Riddarateppið frá 17. öld á 15 mánuðum, sem er auðvitað bara brjálæði. Vissi hreinlega ekki að ég væri með áráttuhegðun fyrr en þá.

 

Þetta þarftu til að geta byrjað:

Í refilssauminn - rammi, tvær gerðir af ullargarni (gróft og fínt), nálar, skæri, efni til að sauma í (tveir ólíkir gæðaflokkar). Myndefni ef vill, þá líka blýantur og pappír í mynsturgerð.

Í fléttusauminn - java, garn, nálar, skæri; blindrammi í frágang stórra veggteppa er æskilegur, annars hanga þau illa. Mynstur ef vill. Hægt að fá fáein forn mynstur í Íslenska heimilisiðnaðarfélaginu.

 

Kostnaður:

Í refilssauminn - metraverð á vönduðu hörefni er mjög hátt, en maður fer nú varla að sauma í nema það besta ef verkið er tímafrekt. Garn er líka dýrt og endist illa. Kaupa þarf helst tvo (til þrjá) grófleika af garni.

Í fléttusauminn - gott java er hrikalega dýrt, yfirleitt um 4 þúsund krónur meterinn; kambgarn ekki svo dýrt og endist vel. Útsaumsbækur almennt mjög dýrar - eins og raunar allar handverksbækur.

 

Útsaums-rammi fyrir refilssaum

(erlend mynd)

 

 

 

 

 

Riddarateppið - Fléttusaumur

 

 

Leirmótun

Fór á langt námskeið fyrir nokkrum vetrum og gerði nokkur verk. Magnað skemmtilegt handverk. Óþrifalegt og mikil tiltekt eftir á. Ólívuolía, fyrir og eftir, virkar þokkalega við handþurrki.

Best væri auðvitað að eiga ofn til að brenna í sjálf. Annars eilíft vesen fram og til baka með hluti í brennslu.  

Það þarf að passa vel að geyma leir á köldum stað, annars þornar hann og þá þarf að leggja hann í bleyti og hnoða svo upp á nýtt. 

Blautum stykkjum vafið um ólokin verk + plastpoki. Loka pokum vel.

 

Þetta þarftu til að geta byrjað:

Leir og vatn. Áhöld þarf aðeins ef vill, en maður nær ansi langt með puttana eina og kannski stöku eldhúsáhald. Sérstakur ofn til að brenna í – en hægt er að láta brenna fyrir sig.

 

Kostnaður:

Leir, 10 kg. á um 1600 kr. í fyrra. Endist ótrúlega vel í smámuni.

Brennsla frekar kostnaðarsöm nema þú farir með slatta af verkum í hvert sinn.

 

 

Leirvasi

 

Glermálun

Þegar maður er búinn að ná valdi á flæði lita í penslum er þetta nokkuð skemmtilegt handverk. Líka hægt að nota svamp ef vill. Verk þurfa langan þurrktíma fyrir bökun. Setja verk inn í kaldan ofn og láta glerið hitna með ofninum – og kólna þar líka.

Betra er að pensla línur með fínum pensli og glerlitum, en það er mín reynsla og annarra SKE kvenna að hinir s.k. glerpennar máist af eftir bökun.

 

Þetta þarftu til að geta byrjað:

Glermunir til að mála á, glerlitir, penslar, penslasápa, vatn, svampur ef vill. Venjulegur bakaraofn.

 

Kostnaður:

Glerlitir kosta slatta, en endast mjög vel. Penslar dýrir. Glerpennar rándýrir og sumir ónothæfir nema til að rissa mynstur fyrir málun. Gervi-svampar ódýrir, ekta mjög dýrir.

 

 

 

Matarskálar

 

 

 

 

Glös með miðaldamynstri

 

Silkimálun

Þetta handverk er virkilega skemmtilegt, en frekar plássfrekt því rammi þarf að liggja á borði. Ekki svo erfitt handverk, en mér finnst þó vandi að “teikna” með túpu og þurfa um leið að vera að kreista hana, en það er mikilvægt að gæta þess að ekki séu glufur á útlínum því þá rennur litur yfir mörk. Það er svo sem hægt að laga ýmsa galla, en ég er enn í því að henda mislukkuðum eintökum. Það er ekki sniðugt því silki er dýrt.

Mér er sagt að það sé ekki í “tísku” að mála á silki núna, að þess vegna sé stundum erfitt að fá það efni sem til þarf í þetta handverk. Þá er bara að panta gegnum netið.

 

Þetta þarftu til að geta byrjað:

Rammi, teiknibólur, teygjur, silki, silkilitir, mótunar-túpa, vatn, penslar, þykkingarefni. Salt og ýmislegt annað hægt að fá líka ef vill.

 

Kostnaður:

Stór rammi, sem dugar t.d. fyrir slæður, er á mig minnir rúm 5 þúsund. Silki og litir frekar dýrt. Flesta liti má blanda svo maður kemst langt með grunnlitina. Þitt er valið.

 

 

 

 

 

 

Silkiklútar

 

 

Silkimynd í ramma og silkifáni

Mósaík

Mjög tímafrekt. Langar setur yfir veglegum verkum. Tekur á háls- og bakvöðva.

Mikið úrval af flísum en þú getur sloppið með einungis eitt dýrt tæki og kannski bara hamar, svo þetta er hagkvæmt fyrir þá sem hafa góðan tíma. Ryksugan á fullu.

 

Þetta þarftu til að geta byrjað:

Margar aðferðir mögulegar, en í þær þarf almennt mósaíkflísar, mósaík-sement (?), lím, vatn, klippu (töng) eða hamar, sumir vinna með hlífðargleraugu á meðan þeir klippa flísarnar, eða klippa þær inni í plastpoka.

 

Kostnaður:

Flottustu flísarnar mjög dýrar. Tæki til að klippa flísar einhver þúsund.

 

 

 

Aðferð 1

 

 

Aðferð 2

Postulínsmálun

Hef verið að prófa mig áfram út frá Majolika-postulínsmálun. Ég er alltaf að klúðra málunum strax í litablöndun, en SKAL ná þessu. Söguleg lína bíður meistaratakta... Gott, ja eiginlega nauðsynlegt, að gera sér prufu-flís og brenna svo maður sjái almennilega hvernig litir koma út. 

Trúlega er best að fara á námskeið í þessu ef maður ætlar sér eitthvað meira en leik.

 

Þetta þarftu til að geta byrjað:

Postulínshlutur, postulínslitir og viðeigandi olía, penslar, vatn, mótunar-litatúpa/ur. Mjúkur blýantur ef þú vilt teikna mynstur á muni. Hreinsað bensín. Brennsluofn æskilegur... mig minnir að brennt sé yfir 800°C hita.

Það má líka nota glerliti til að mála á postulín, en þá dugar bakaraofninn til að festa litina.

 

Kostnaður:

Ég byrjaði með örfáa liti í agnarlitlu magni, 3 pensla og fáeina smá-muni í fyrstu innkaupum og minnir að ég hafi samt borgað um 9 þúsund kr. Lítill brúsi af hreinsuðu bensíni kostar einhverja hundraðkalla. Fæst í apótekum. Endist vel. 

Ég hef enn ekki klárað góða muni til að það borgi sig að fara með í brennslu, svo ég hef ekki hugmynd um hvað hún kostar.

 

 

GSS Gail Stirler

 

 

 

Fat með íslensku mynstri

Bókband

Ég er ekki búin að læra nema brota-brot af þessu.

Fyrst komu “skrollurnar”, þ.e. rúllur af ritum, vafðar í leðurhólka, bæði papýrus og bókfell. Síðar voru handrit bundin í spjöld, codex. Loks coptic og bundið í kápur eins og í dag, mjúkar fyrst, svo harðar kápur.

 

Þetta þarftu til að geta byrjað:

Einfalt Coptic – band: leður, tvinni, skæri, nál.

Codex – band: tréspjald, tvinni, skæri, nál og viðarbæs ef vill og þá líka penslar. Pappír, ekki glansandi.

 

Kostnaður:

Efni í einfaldasta Coptic-band þarf ekki að vera svo dýrt ef hægt er að nota leðurafganga og venjulegan, en sterkan, tvinna.

Erfitt að fá almennileg Codex – spjöld nema í miklu magni, svo það kostar sitt. Bæs kostar einhver hundruð en endist vel.

 

 

 

Coptic-band

 

Pílviðarfléttingar

Fór á skemmtilegt námskeið í þessu gegnum Listalind.is. Kennari var danskur og kom hún með efnið sem til þurfti.

Það er virkilega gaman að vinna svona með náttúrulegt efni, en þetta reyndist of líkamlega erfitt fyrir mig. Guðrún Steingríms og Dóra kláruðu fyrir mig körfuna, elskurnar. Takk stelpur! Karfan er vitaskuld í notkun hjá mér.

Pílviður er til í tveimur litum og þarf að liggja í bleyti í margar vikur, þrjár til fimm ef ég man rétt, áður en hægt er að vinna úr honum.

Veit ekki nóg um efniskostnað til að segja múkk um það, en maður þarf góðan hníf og trjáklippur, sem kosta trúlega allmörg þúsund.

 

 

 

Karfan góða

 

Taumálun

Gaman er að mála á tau með FolkArt litum, blönduðum með festi svo megi þvo stykkin ef þarf.

 

Þetta þarftu til að geta byrjað:

Litina er gott að blanda svo þú þarft í raun bara grunnlitina þrjá, sem sagt 3 lita-brúsar af FolkArt litum og festir. Svo tau eða annað til að mála á. Blýanta til að rissa mynd og pensla til að mála með.

 

Kostnaður:

Lítill brúsi af FolkArt lit kostar held ég núna um 250 kr., endast vel, festir er á um 800 kr. Penslar frekar dýrir.

 

Tautaska með fornri íslenskri mynd

 

Búningagerð

Auðvitað hef ég þurft að fá mér búning í endurvakninguna. Hann ætti auðvitað að vera handsaumaður, en ég hef hingað til að langmestu leyft mér að nota saumavél til þess arna og fékk dygga aðstoð frá mömmu með bæði snið og saumaskap.

 

Þetta þarftu til að gera búning:

Óblönduð náttúruleg efni, ull eða hör, í kjól, undirkjól, skykkju, strúthettu, svuntu. Allir regnbogans litir leyfilegir. Tvinni úr náttúrulegu efni. Leður í belti og pung eða tösku.

Sérstaklega sútað leður í skótau. Þar þarf vaxborna þræði, en ég veit ekki úr hvaða efni þeir eru, nálar og skæri. Svo eitthvað (vax?) til að vatnsverja skóna.

Skart er svo sem óþarfi, en ef vill má t.d. skreyta sig með glerperlum (fást í Sögusafninu í Perlunni).

 

Kostnaður:

Mjög hár og fer hækkandi. Forgengilegir hlutir sem þarf að viðhalda og endurnýja.

 

Fyrstu búningarnir mínir

 

 

Hluti af skarti Katrínar,

systurdóttur minnar

Steinamálun

Folk-Art litina hef ég líka notað til að mála á steina – ýmislegt hægt að búa til úr þeim, t.d. bókastoðir, bréfapressur, segla, barna-leiki o.fl.

Krökkum finnst mjög gaman að meðhöndla steina og mála á þá. Nauðsynlegt að spreyja með verndandi lakki. 

 

Þetta þarftu:

Fína pensla, helst mjúka, Folk-Art liti, vatnskrukku, steina, mynstur.

 

Kostnaður:

Lítill.

 

 

Steinn með fornu mynstri

 

Skrifaraleikmynd

Fyrir fyrstu miðaldahátíðina mína (í Horsens, DK) fékk ég leikmyndasmið til að smíða fyrir mig miðalda-skrifpúlt og útbúa tvær codex-kápur, önnur með innbundinni prentun af íslensku hómilíubókinni frá um 1200, en hin fyrir gestabók sem ég útbjó úr bókfelli. Pabbi, gullsmiður og snillingur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, útbjó fyrir mig hníf, plötu-bók fyrir vax, ritstíl og auðvitað blekhorn. Aðra muni, stóra og smáa, hef ég svo smám saman eignast á þeim níu árum sem ég hef lifað í miðaldaheimi.

 

Skrifpúlt og fáeinir fylgihlutir

 

Prjónaskapur

Er loks að læra hekl og almennilegan prjónaskap. Ég tók greinilega ekki vel eftir í tímum hjá Helgu handó í den...

Þessa dagana er ég í margbanda- og myndprjóni. Ég get enn ekki ráðlagt neinum í þeim efnum, en um efni og áhöld vil ég segja þetta:

Plastprjónar eru leiðinlegir, stamir, stundum bambusprjónar líka, en mér finnst málmprjónar betri því garn rennur betur á þeim. Langir prjónar eru pirrandi því þeir rekast mikið þegar prjónað er; kaupið frekar lengri gerðir af hringprjónum, þeir gera sama gagn. Stuttir hringprjónar þvinga hreyfingar.

 

Þetta þarftu:

Garn, prjóna, málband, stóra java-nál, skæri, uppskriftir (eða bara kollinn á þér). 

 

Kostnaður:

Prjónar og prjónablöð með uppskriftum dýrt. Garn er hægt að fá á mjög mismunandi verði. 

 

 

 

 

 

Hekluð húfa og taska í stíl

Margt á prjónunum

 

Dúkristur

SKE-hópurinn er að æfa dúkristur, en ég segi betur frá því hér síðar.

 

 

 

 

Enn á óskalistanum mínum:

 

Steindir gluggar. Spennandi miðaldahandverk, sem er talsvert skylt gerð handrita-miniatura. Sögulega byrjaði þetta í Evrópu á 9. eða 10. öld. Hápunktur á 13. öld. Handverkið var endurvakið á nýöldum og er vel þekkt í dag og mikið notað.

 

Enamel glerungs-gerð. Ævafornt handverk. 

Mér sýnist litagerðin í þessu tvennu í ætt við miðalda-lýsingar. Hlakka til að kanna það nánar.

Mig langar líka mikið til að læra freskumálun - miðalda. 

 

Fer bráðum á námskeið Listalindar.is í miðalda-búningagerð og miðalda-skógerð.

 

Bútasaumur hefur lengi verið á óskalistanum, en ég er ekki búin að finna tíma til að skella mér í hann. 

 

Þá held ég að sé stutt í silkiþrykk.

 

 

 

St Nicholas (York Minster)

 

 

 

Forn  steindur gluggi (erl.mynd)