ForntextaSkrifarinn
Kristín Þorgrímsdóttir
www.mmedia.is/anno
anno@mmedia.is  
sími: 861 5443

 

 

Forsíða

Um mig
Þátttaka í endurvakningu
Nýjustu fréttir

Forntextaskriftir
Kennsluefni
Námskeið  &  Vinnubúðir
Atriðaorðaskrá
 
Tenglar

Myndasafn
I   Forntextaverk
II  Nútímaleg verk
III 
Sögulegt handverk
IV
Miniaturar

Sölustaðir  
Verslanir
Markaðir  &  Sýningar

Sögulegt handverk
Örnámskeið (væntanleg)
Handverk barna

Senda tölvupóst

English  (due soon)
Please e-mail if you have
some questions.

 

 

 
  Vinnubúðir

(hugmynd í vinnslu)


Ég er að vonast til að geta boðið upp á vinnubúðir í handverki skrifara og lýsara í framtíðinni. Kannski næsta sumar.

Lágmarkslengd vinnubúða sýnist mér þurfa að vera fimm dagar.
Meðferð hráefna sem unnið er með í miðaldahandverki skrifara og lýsara er tímafrek, en undirbúningur sumra þeirra tekur jafnvel nokkra daga. Sumar aðferðirnar eru sérlega tímafrekar og engan veginn hægt að fara í þær á stuttu námskeiði. 

Í vinnubúðum yrði farið vel yfir sögu skrifara og lýsara, með áherslu á:

Þróun leturgerða 


Íslensk saga tekin sérstaklega fyrir og lagst yfir sýnishorn. 


Mynd: Íslenskt sýnishorn - Úr Íslensku hómilíubókinni frá um 1200 (norræn tunga).
Ec true á guþ fauþor almatkan scapara himins oc iarþar...


Mynd: Íslenskt sýnishorn - Úr Konungsbók Grágásar frá um 1250 (íslensk tunga).

Tíma varið í leturæfingar
Hér er alls ekki meiningin að kenna skrautritun, svo gott ef þátttakendur hiti upp og æfi sig í a.m.k. tveimur leturgerðum, bæði hástöfum og lágstöfum, áður en þeir koma á námskeiðið. Ég mæli með (I) rómverskum hástöfum eða Lombard hástöfum, svo og (II) eyjaletri og karlungaletri eða síð-karlungaletri. 

Stílþróun í skreytingum handrita, áhersla á Ísland.

Mynd: Úr íslensku miðaldahandriti

Mynd: Úr íslensku miðaldahandriti

Eðli hráefna og notkun kennd. Þátttakendur sjálfir vinni þau út frá notkunarþörf.

Mynd: Fullunnar arkir af bókfelli Mynd: Undirbúningur bókfells fyrir notkun

Pennagerð tekin sérstaklega fyrir og nemendur látnir æfa sig í henni, svo og beitingu fjaðrapenna við skriftir. 

Ég ráðgeri ekki langan tíma í að útbúa önnur áhöld, en það má e.t.v. segja frá hvernig þau helstu eru gerð.

Gull-laufspúði Gull-slíparar Mynd: Úr erlendu handriti - Litablöndun

Afritun úr handritum kennd sérstaklega, bæði letur og lýsingar. 
Góðum tíma varið í þetta! 

Málun skrauts og mynda. Góðum tíma varið í þetta. 

... meira efni hér inn síðar... 

 

 

 

Pílagrímar

Tákn pílagrímsins