ForntextaSkrifarinn
Kristín Þorgrímsdóttir

 

 

www.mmedia.is/anno

anno@mmedia.is

sími: 861 5443

 

 

 

 

 

 

Mynd úr íslensku miðaldahandriti, maður að verka skinn ?

 

 

 

Forsíða

 

Um mig

Þátttaka í endurvakningu

Nýjustu fréttir 

 

Forntextaskriftir  

Kennsluefni 

Námskeið  

Vinnubúðir

Atriðaorðaskrá 
Tenglar

 

Myndasafn

I   Forntextaverk

II  Nútímaleg verk

III Sögulegt handverk  

IV Miniaturar

 

Sölustaðir  

Verslanir

Markaðir

 

Sögulegt handverk

Örnámskeið (væntanleg)

Handverk barna

 

Senda tölvupóst

 

English  (due soon)

Please e-mail if you have 

some questions.

 

 

Bókfell

 

Sumir fræðimenn rekja upphaf framleiðslu bókfells til 2. aldar e.Kr., eða þess er viðskiptabann hafði verið sett á papírus, sem var þá megin efnið sem notað var til að skrifa á.

Þegar á 4. öld var svo almennt farið að nota bókfell í gerð opinberra skjala og síðar bókagerð.

 

Kostir

Kostir bókfells umfram papírusinn komu fljótt í ljós. Hægt var að skrifa á báðar hliðar bókfells, en aðeins aðra hliðina á papírus. Þá var einnig hægt að brjóta bókfell í arkarbrot, festa á kjöl og í viðarspjöld og þannig fletta blaðsíðum á auðveldan máta. Papírus var of stökkur og brotkenndur og varð því að rúlla honum upp til að hann molnaði ekki í sundur.

Raunar hafa varðveist bókarbrot með papírus blaðsíðum, bæði þar sem stakar síður voru festar í kjöl eins og í bókfellsbókum, og þar sem tvær síður höfðu verið límdar saman til að mynda recto og verso síður “einnar” blaðsíðu eins og í bókfellsbókum.

Bókfell er ótrúlega endingargott, en varðveist hafa nær þúsund ára gömul eintök af handritasíðum í furðugóðu ástandi. Papírus bækur hafa hins vegar ekki varðveist vel.

 

Gæðaflokkar

Bókfell var hægt að fá í ólíkum gæðaflokkum. Í byrjun var bókfellið þykkt, en þynntist er leið á miðaldir. Því þynnra sem það var, því betra þótti bókfellið. Skinnið var stundum klofið í tvennt til að ná því sem þynnstu. Mikið skafið og hálf-gegnsætt bókfell þótti það flottasta sem hægt var að fá.

 

Skafið bókfell

Stundum var blek á notuðu bókfelli jafnvel skafið af, bókfellið undirbúið á nýjan leik og endurnotað.

 

Geymsla

Bókfell er náttúrulegt efni og verpist eftir breyttu hita- og rakastigi í umhverfinu.

 

 

Papírus

Skrifað hafði verið á papírus í aldaraðir fyrir daga bókfellsins.

 

Papírus er unnin úr sefjurt sem vex einkum við og í Nílarfljóti.

 

Rúllur voru settar í leðurhólka til að vernda þær.

 

 

 

Bókfellsgerð

 

 

 

 

 

 

 

 

Papírus-rúlla / skrolla

Parchment

 

 

 

 

 

 

 

Bókfell í ólíkum gæðaflokkum

 

 

Papírus