ForntextaSkrifarinn
Kristín Þorgrímsdóttir

 

 

www.mmedia.is/anno

anno@mmedia.is

sími: 861 5443

 

 

 

 

Forsíða

 

Um mig

Þátttaka í endurvakningu

Nýjustu fréttir 

 

Forntextaskriftir  

Kennsluefni 

Námskeið  

Vinnubúðir

Atriðaorðaskrá 
Tenglar

 

Myndasafn

I   Forntextaverk

II  Nútímaleg verk

III Sögulegt handverk  

IV Miniaturar

 

Sölustaðir  

Verslanir

Markaðir

 

Sögulegt handverk

Örnámskeið (væntanleg)

Handverk barna

 

Senda tölvupóst

 

English  (due soon)

Please e-mail if you have 

some questions.

 

Lýsingar

 

Lýsing er þýðing á orðinu illuminare / illumination, sem vísar til endurvarps ljóss af gull-skreytingum í miðaldaritum. Hinar eiginlegu lýsingar eru því ekki málaðar handritamyndir eða skraut, heldur gyllingar þeirra. Í dag er orðið þó notað um hvoru tveggja.

Íslendingar voru miklir bókaframleiðendur á miðöldum, en ekki eru varðveittar uppskriftir af neinu sem viðkemur lýsingum eða skreytingum miðaldarita. Við verðum því að læra af evrópskri bókasögu.

 

Evrópsk saga

Ákveðin verkaskipting var í gerð bóka . Algengt var að nokkrir aðilar hjálpuðust að við að afrita eina og sömu bókina. Skrifarar gátu verið nokkrir og lýsarar nokkrir, jafnvel gat sérstakur rúbrikator komið inn í ferlið, en hann sá þá um að skrifa fyrirsagnir kafla og teikna höfuðstafina, s.k. versals. Síðan tók lýsarinn við, eða jafnvel heill flokkur nemenda með lýsingarmeistara. Það tók áraraðir að verða góður lýsari og var virt starf. Með tilkomu háskóla, aukins læsis utan kirkjunnar og vaxandi eftirspurn eftir bókum, tók svo hópur atvinnumanna við þessum greinum.

 

  1. Bókfell undirbúið. Því þynnra sem það er því betra. Sandað lítillega til að ná fitu úr því. Svo pússað þar til áferðin tekur við bleki og litum. Gæta þarf að því að pússa ekki of mikið því þá verður bókfellið of mjúkt og drekkur í sig blek og liti. Kallast blæðing.

 

  1. Skrifari byrjar hið eiginlega verk með því að merkja á spássíur hvar dálkar og línur eiga að koma, t.d. með e.k. tannhjóli. Línurnar svo dregnar með þurr-oddi eða fíngerðum penna, ýmist með rauðu bleki eða brúnu.

 

  1. Skrifari skrifar textann á milli lína, ekki á þær. Hann skilur eftir pláss fyrir höfuðstafi, myndir og rammaskraut ef það á að vera. Handskrifaður texti er þessu næst varinn með gömlu bókfelli fyrir það sem á eftir kemur.

 

  1. Rubrikatorinn, teiknar og málar höfuðstafi og skrautstafi í upphafi málsgreina eða mikilvæg orð í plássið sem skrifari skildi eftir. Ýmist eru stafir málaðir með litum og gulli eða jafnvel mikið myndskreyttir í samræmi við innihald textans. Sögustafir eða myndstafir.

 

  1. Að síðustu kemur miniaturistinn, málarinn, og teiknar, gyllir og málar myndina.

>>> Meira um áhöld og efni

 

Engir tveir skrifarar eða lýsarar nota nákvæmlega sömu tækni við gerð lýsinga og skrautmynda. Í dag sér  venjulega einn aðili, skrifarinn, um allt ferlið.

 

Teikningar

Áhaldið fyrir riss mynda var stíll úr silfri eða “brassi” með silfuroddi.

Áhaldið fyrir teikningarnar á bókfellið var stíll úr blöndu af blýi og tini.

Gamalt eða notað bókfell var notað til að afrita teikningar. Bakhlið þess þá svert eða nudduð með Armenian bole, hörðum rauðleitum leir sem var síðan hægt að þurrka af. Lagt ofan á nýju blaðsíðuna og teiknað ofan í myndina.

Loks teiknað ofan í rissið með bleki til að myndin entist betur. Fínar línur í teikningunni voru gerðar með útþynntu bleki, sérstaklega þar sem litir áttu að vera mildir, en óþynnt blek í kringum gyllingar, ramma-vínviði og e.t.v. hluta af myndinni þar sem sterkar línur máttu vera.

>>> Meira um teikningar

 

Gyllingar

Gyllingar þurfti að gera áður en málað var, en þær voru þrenns konar:

 

1.       Upphleypt gylling – en þá var undirlagið úr gesso, slaked plaster of Paris (kalk), fiskilími, blandað með smá Armenian bole lit svo það sæist betur.  Slípa mátti upphleypta gyllingu og jafnvel grafa í hana.

 

2.       Flöt gylling – en þá var undirlagið vökvi (mordant) af fiskilími, gum ammoniac, hvítlaukssafi, skinn-lím o.s.frv. Ekki er hægt að pússa flata gyllingu... né grafa í hana.

 

3.       Skelja-gull, restar af gulllaufi sem hafa verið muldar í púður og blandaðar með Gum Arabic og dropa af hunangi.  Sumir halda því fram að skelja-gull sé hægt að slípa, kannski þó betra á pappír en bókfelli…?

 

Gull var lítið notað í íslensk miðaldahandrit. Erlend handrit voru hins vegar oft ríkulega skreytt gulli.

>>> Meira um gyllingar

 

Litablöndun

Blanda þurfti liti í myndir og skraut. Steinar, jarðefni, plöntur og blóm mulið í mortéli niður í púður eða massa. Þá marið og hrært á marmara- eða glerplötu. Loks blandað á svipaðan hátt og skelja-gullið.

Ef þörf var á meiri glansa í lit var sett meira Gum Arabic og hunang, hlutfallslega. Gum Arabic verður hart og brotkennt þegar það þornar en hunangið gefur málningunni teygjanleika. Sumir litir eru þekjandi, aðrir gegnsæir.

>>> Meira um litablöndun

 

Málun

Þegar búið var að gylla var málað, einn litur í einu. Gjarnan þá merkt áður hvar hver litur á að koma. Skelja-gulls-liturinn er notaður síðastur því hann getur smitast á aðra liti.

Málað var eftir tiltölulega föstum reglum, svo sem um hvaða liti skyldi blanda fyrst og mála með, hvernig var skyggt og hvernig ljóslínur og hárlínur voru gerðar. Hárlínurnar eru sérkenni miðaldamynda. Fjöldi umferða skipti líka miklu máli og þá var nauðsynlegt að þekkja hráefnið vel.

>>> Meira um málun

 

Lýsingar íslenskra miðaldahandrita

Listfræðingurinn Björn Th. Björnsson skrifaði á sínum tíma (1954) lítið rit um Íslensku teiknibókina, sem talin er vera frá lokum fjórtándu aldar og byrjun þeirrar fimmtándu. Hann ræðir þar um myndlist íslenskra miðaldahandrita út frá listfræðilegu sjónarhorni og rekur þróunina með tilliti til listasögu almennt. Af bók Björns má læra talsvert, en ég veit ekki til að hann eða aðrir hafi gert gagngera rannsókn á myndefni og skreytingum íslenskra miðaldahandrita almennt, hvað þá með samanburði við evrópska listasögu og tengsla sögu landsins við Evrópu. Ég held, svei mér, að ekki sé einu sinni búið að festa á filmu og gera aðgengilegt almenningi nema lítið brot af myndlist miðaldahandrita okkar. Mér hefur í það minnsta ekki tekist að nálgast þetta hjá Árnastofnun. 

Ljóst er að íslensk miðaldahandrit komast fæst nálægt hinum oft stórglæsilegu og ríkulega myndskreyttu evrópsku handritum. Kannski það sé eitthvað að trufla rannsóknarvilja fræðimanna?

 

>>> Stíltegundir

 

 

15. aldar aðferð

Úr The Craftman´s Handbook eftir Cennino Cennini, Flórens, Ítalíu.

 

1.      Bókfell pússað og hreinsað.

2.      Verk sett upp með dálkum og línum.

3.      Skraut og myndir teiknað eða afritað á bókfellið

4.      Texti skrifaður

5.      Teiknað í útlínur skrauts og mynda

6.      Gesso borið á fyrir gyllingar

7.      Gull sett á og slípað (og grafið í)

8.      Rammaskraut málað

9.      Bakgrunnur teikninga málaður

10.   Smáatriði máluð, skuggar, ljósir fletir, áherslulínur

11.   Skelja-gull sett á.

 

Efni og áhöld

Nútími:

1.        Blýantur, ekki harður

2.        Strokleður

3.        Yddari

4.        Reglustika (löng)

5.        T-stika

6.        Fjöður

7.        Pennastöng og oddar

8.        Teiknipenni eða oddur

9.        Blek (brúnt, rautt, svart)

10.     Litir (Gouache best)

11.     Skeljar

12.     Vatnskrukka

13.     Vatnslitapenslar

14.     Gum Arabic

15.     Gulllauf

16.     Stór pensill eða bursti

17.     Burnisher (t.d. úr agati)

18.     Tissue

19.     Bókfell

20.     Sýruvarinn pappír

21.     Hlífðarpappír

22.     Fínn skurðhnífur

23.     Rissblöð

24.     Gegnsær pappír

25.     Hunang

26.     Egg

 

Önnur áhöld:

Sníðahjól

 

Nútíma-aðferð

1.        Bókfellið pússað og hreinsað

2.        Verk sett upp með dálkum og línum.

3.        Rissið mynd lauslega með blýanti. Teiknið ofan í rissið með útþynntu bleki (eða farið beint á lið 4).

4.        Strokið pensilförin burtu (stundum óþarfi).

5.        Setjið gesso (eða gum arabic) á þar sem gylling á að koma

6.        Setjið gullið á

7.        Málið grunnliti einn einu

8.        Málið skugga og ljósari fleti

9.        Málið hvítar áherslulínur

10.     Teiknið í útlínur með endingargóðu bleki.

Medieval gilding

 

 

 

Burnishers Crop