ForntextaSkrifarinn
Kristín Þorgrímsdóttir

 

 

www.mmedia.is/anno

anno@mmedia.is

sími: 861 5443

 

 

 

 

 

 

 

Forsíða

 

Um mig

Þátttaka í endurvakningu

Nýjustu fréttir 

 

Forntextaskriftir  

Kennsluefni 

Námskeið  

Vinnubúðir

Atriðaorðaskrá 
Tenglar

 

Myndasafn

I   Forntextaverk

II  Nútímaleg verk

III Sögulegt handverk  

IV Miniaturar

 

Sölustaðir  

Verslanir

Markaðir

 

Sögulegt handverk

Örnámskeið (væntanleg)

Handverk barna

 

Senda tölvupóst

 

English  (due soon)

Please e-mail if you have 

some questions.

 

Stíltegundir

(í vinnslu)

Við sem af einhverri óútskýranlegri þörf sýslum meira eða minna við að endurvekja handverk forfeðra okkar horfum held ég velflest á söguna allt frá landnámsöld, þ.e. 9. öldinni. Sjálf horfi ég raunar æ lengra aftur í tímann, a.m.k. þegar ég skoða sögu skrifta og handritalýsinga, en eins og áður segir er markmið mitt að gera sögulega trúverðug verk og þá er nauðsynlegt að lesa sér til um ólíkar stíltegundir í list miðaldamanna. Þá á ég ekki einungis við þá list sem má sjá í handritum, heldur einnig hvers konar öðrum fornmunum

Í þessum kafla ætla ég því að tæpa á því helsta sem skrifað hefur verið um stíltegundir á íslensku. Endrum og eins bæti ég inn stöku atriðum úr erlendum heimildum, án þess þó að geta þeirra sérstaklega. Ég mæli eindregið með að hver lesi fyrir sig úr eins upprunalegum heimildum og fáanlegar eru, í stað þess að gleypa bara við því sem hér gefur að líta. Markmiðið hér er fyrst og fremst að koma fólki af stað í eigin leit.

 

Helstu heimildir mínar – íslenskar:

Kristján Eldjárn.  Kuml og haugfé (2. útgáfa, frá 2000), Reykjavík: Mál og menning.

Björn Th. Björnsson.  Íslenzka teiknibókin (1954), Kaupmannahöfn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skreytilist  << >>  Myndlist

Í bók sinni Kuml og haugfé fjallar Kristján Eldjárn m.a. um norræna stílþróun á tímabilinu 800-1100. Hann segir Norðurlandabúa ekki hafa eignast “verulega myndlist... fyrr en hin alþjóðlega kirkja var orðin föst í sessi hjá þeim.” (bls. 430). Öðru máli segir hann gegna um skreytilist, sem hafi átt “langa frægðarsögu að baki á Norðurlöndum og hafði blómgast þar um þúsundir ára áður en sögur hefjast, en hæst rís hún þó á síðari hluta járnaldar með hámarki á víkingaöld.“

 

 

Germönsk skreytilist

Uppstaða skrautverks á s.k. víkingaöld er dýrastíll, ónatúralískar dýramyndir. Þessi stíll átti sér þegar langa sögu á Norðurlöndum er upphaf víkingaaldar hófst. Best að líta fyrst á það.

 

Þjóðflutningastíll

Dýrastíllinn, einnig kallaður þjóðflutningastíll, er sér-germönsk listsköpun og samgermanskt fyrirbæri, sem hafði náð þroska á 6. öld, en uppruna hans má rekja langt út fyrir lönd og menningu Germana, þótt ekki sé fyllileg sátt meðal fræðimanna um hvert. Sumir benda á augljósan skyldleika við klassískan dýrastíl Rómverja, en aðrir leita upprunans austar og benda á hálfasíska hirðingja- og steppuþjóðflokka um sunnanvert Rússland, þar sem dýraskreytilist, sem minnir um margt á þjóðflutningastílinn, hafði blómgast um langan aldur.

 

The Sundby stone from Sweden

Mynd: Sundby steinninn (Svíþjóð) – týpískur germanskur stíll

 

Dýrastíllinn hélt hvergi eins lengi velli og hjá Norðurgermönum, en hjá öðrum germönskum þjóðarbrotum leið hann undir lok með tilkomu Karlunga-endurvakningarinnar undir lok 8. aldar.

Þróunarstefna dýrastílsins á 6.- 8.öld er í meginatriðum sú að hann fjarlægist náttúrulegar myndir meira og meira og verður óhlutrænni. Þróunarstigin eru venjulega sögð þrjú, kölluð stig eða stílar I, II og III að fordæmi Salins. Í þróunarstigi I eru dýrin upphleypt og hálfmótuð, e.k. lágmynd, en í II og III er hrein flatskreyting, með megináherslu á leik með línur eins og í uppdrætti.

 

Stig I algengt á Norðurlöndum, einkum í Noregi. Stundum er sá stíll kallaður norskur þjóðflutningastíll og er hann vesturnorrænn. Stig II er einkum austurnorræn, með aðalheimkynni sín á Gotlandi og í Upplandi.

Stig III leysir báðar fyrrnefndar stílgerðirnar af hólmi, en sá stíll er samnorrænn og er 8.öldin hans skeið. Um leið er hann sérnorrænt þróunarstig, því aðrar germanskir þjóðflokkar eru þá að segja skilið við dýrastílinn sem áður var sameiginlegur hjá öllum þjóðflokkum Germana.

Stílar II og III eru stundum kallaðir eldri og yngri Vendilstíll, en áVendli á Upplandi voru t.d. frábærir meistarar í málmsmíði. Trúlegt er að þessir stílar hafi einnig verið notaðir í tréútskurði, þótt slíkir munir hafi ekki fundist.

 

Yfirleitt eru dýramyndir í öllum afbrigðum hinna þriggja þróunarstíla aflangar og mjóar og bylgjast og hlykkjast allavega eins og bönd, það eru bendildýr með haus, hala og fætur, en líkjast ekki neinni dýrategund í ríki náttúrunnar.

Í stíl III verða hausar dýra minni og minni, en þeim mun meiri áhersla er lögð á langa og sveigjanlega líkama þeirra, sem í sumum munum fléttast svo mikið og hlykkjast að erfitt er að greina hverja og eina kynjaveru sem þar leynist.

 

 

 

Skreytilist víkingaaldar

Germanski dýrastíllinn er undirstaða eldri víkingastíls, eins og sjá má af Ásubergsfundinum norska, en á munum úr þeim fundi byggja fræðimenn skrif um stíltegundir fyrri hluta víkingaaldar.

 

Ásubergsstílar

Fyrsti eiginlegi víkingastíllinn á Norðurlöndum er s.k. Ásubergsstíll, en í honum blandast saman gamli norræni Vendilstíllinn og Karlungastíll, eða ný stílatriði sem eru kennd við ríki Karls mikla.

 

Borróstíll

Að sögn Kristjáns Eldjárns hélt norræn list áfram að drekka í sig stílatriði klassísk-býsanskrar listar alla 9. öldina og samlagaðist norrænum anda og smekk (KE, bls. 439). Stíll þessa tímabils er kallaður Borróstíll, en helsta sérkenni hans er lágmyndarverkan, þar sem skrautverkið er upphleypt eins og í Ásubergsstílnum. Þetta greinir stílinn frá flatskreytingum síðari stílgreina víkingaaldar.

Þetta er dýrastíll, en með nýjum stílatriðum. Bönd, fléttur og borðalykkjur eru notaðar með dýramyndunum, eða sjálfstætt. Einnig mannsandlit og dýrshöfuð ein og sér.

Borróstíll og Ásubergsstíll eru kallaðir eldri víkingastíll.

 

Jalangursstíll

 

 

Úrnesstíll

Norskur stíll.

Vefa saman keltneskum fléttingum og Úrnesstílnum...

 

Mammen stíll

 

Tréskurður fylgdi forfeðrum okkar, allt aftan úr heiðni. Þá ófu menn saman keltneska fléttinga og Úrnesstíl af mikilli snilld og þegar rómanski blómsveigastíllinn, sem hafði vínviðarteinunginn að fyrirmynd, barst til Norðurlanda um miðja tólftu öld varð til sérstakt afbrigði sem sameinaði þessar listhefðir og varð vinsælt um aldir á Íslandi, bæði í útskurði og silfurvíravirki.

 

 

 

Karlungastíll

Á stjórnarárum sínum, 768 – 814, stefndi Karl mikli (f. 742, d. 814) í Frankalandi að því að endurvekja hið forna rómverska ríki, list þess og menningu.

Að sögn Kristjáns Eldjárns var það í raun “...þó fremur ítölsk og býsönsk samtímalist sem veitt var inn í Karlungaríkið og náði þar öruggri fótfestu og varð undirstaða kristilegrar miðaldalistar sem á þann hátt stendur á merg klassískrar listar.” (KE: bls. 438).

 

 

 

Rómanskur stíll

Grunnform rómanska stílsins er hringlaga myndflötur, en innan hans er ákveðin myndbygging og er meginatriði myndarinnar oftast fyrir miðju hringsins. Hvert myndatriði er kyrrstætt og raðað í myndreitinn af miklum hagleik.

Rómanski blómsveigastíllinn (vínviðarteinungar) kom til Norðurlanda um miðja 12. öld. Sérstakt afbrigði sem sameinaði þessar listhefðir varð vinsælt hér um aldir.

Svo komu blómamyndir úr gotneska stílnum, eikarlauf og rósir, en Íslendingar héldu þó fast í rómanska skrautsveiga.

Þess má til gamans geta að Íslendingasögurnar eru flestar ritaðar á rómanska stíltímabilinu.

 

 

Býsanskur stíll

Býsanskur stíll

Eitt afbrigði rómanska stílsins er býsanskur stíll.

 

 

Býsanskur stíll

 

Rómönsk lýsingahefð var ráðandi í íslenskum handritalýsingum miðalda og talsvert fram yfir siðaskipti á 16. öld.

 

Á árdögum íslenskrar bókaframleiðslu var rómanski stíllinn áberandi, en hann bar þó merki þess að hafa orðið fyrir áhrifum annars staðar frá áður en hann barst hingað.

 

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð

Rómanskur still – íslenskt dæmi

Keltneskur stíll

Landnámsmenn tóku með sér keltneska þræla er þeir sigldu til Íslands svo alls ekki er úr lagi að nota stíl Kelta í söguleg verk.

 

 

 

 

Keltneskur stíll

Gotneskur stíll

Víða í Evrópu tók gotneski stíllinn við af þeim rómanska, en á Íslandi héldust þessir tveir stílar í hendur öldum saman.

Frá gotneska stílnum tóku Íslendingar inn blómamyndir, eikarlauf og rósir þrátt fyrir fastheldni sína í notkun rómanskra skrautsveiga.

Teikningar verða fíngerðari, nostrað er við smáatriði. Minna stílfært en í rómanska stílnum. Hreyfingar eru í myndum, fellingar í klæðum, sveigðari líkamar og línur raunverulegri. Líka dýr og jurtir. Jafnvel skordýr.

 

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð

Gotneskur stíll - Íslenskt dæmi