Bókfellsgerð

 

 

 

 

 

Þetta þarftu:

 

Skinn

Vatn (ómælt magn)

Sandsteinn (lime)

Rammi (hringlaga eða ferkantaður)

Steinvölur (30-40, fjöldi fer eftir stærð skinns og fjölda gata á því)

Þræðir úr sterku bandi, t.d. leðurþvengir

Lunellum hnífur

Beitt skafa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðferð I:

Úr 12.- 13. aldar handriti

(LBL MS HARLEY 3915)

 

Viðbótar-ráðleggingar

frá nútímaskrifara:

 

 

 

 

 

 

1.

(geita-) skinn valið af kostgæfni.

 

Einnig má nota skinn af kálfi eða lambi.

 

 

 

 

 

 

2.

Skinnið lagt í bleyti í vatn í einn sólarhring.

 

Rennandi vatn er trúlega best.

 

 

 

 

 

 

3.

Tekið úr bleyti og skolað uns vatnið er hreint.

 

Skolað = hreinsað vendilega.

Gott að gera þetta vel og fjarlægja um leið holdagnir með flá-hníf (?) ef einhverjar eru eftir því þá kannski minnkar lyktin.

 

 

 

 

 

 

4.

Blanda saman vatni og gömlum (?) sandsteini, uns lögurinn er orðinn þykkur og skýkenndur.

Skinnið lagt í bleyti í löginn, holdrosi við holdrosa í 8 daga á sumrin en 16 daga á veturna.

 

 

 

 

 

 

 

 

5.

Hrært í tvisvar til þrisvar sinnum á dag.

 

Mér finnst trúlegt að þetta hjálpi til við að gera litinn á skinninu jafnan því eitthvað af sandsteininum hlýtur að lita það hvítara.

 

 

 

 

 

 

6.

Skinnið tekið úr leginum og hárin skafin af.

 

Taktu þér góðan tíma til að leita að litlu hárunum á þessu stigi.

 

 

 

 

 

 

7.

Endurtaka liði 4 og 5.

Sem sagt búa til nýja blöndu af sandsteini og vatni, leggja skinnið í, holdrosi við holdrosa, hræra tvisvar til þrisvar á dag næstu 8–16 daga eftir árstíð.

 

 

 

 

 

 

 

 

8.

Skinnið skolað uns vatnið er mjög hreint.

 

 

 

 

 

 

 

 

9.

Lagt í bleyti í hreint vatn í tvo daga.

 

Aftur – rennandi vatn er trúlega best.

 

 

 

 

 

 

10.

Skinnið tekið úr bleyti og lítil göt gerð á jaðrana á því allan hringinn, steinvölu troðið í gegn með þvengjum á.

Svo er skinnið strekkt blautt í rammann með þvengjunum, fest í rammann með viðarfleygum sem verður að vera hægt að snúa til að strekkja meira eða slaka á skinninu, eftir því hvernig það þornar.

 

Alls ekki negla skinnið í rammann.

Best að hafa sér þveng fyrir hverja steinvölu.

Í stað gata má kannski prófa að strekkja jaðar utan um steinvölurnar og binda þveng utan um... Hér þarf sterka fingur.

 

 

 

 

 

 

11.

Nú þarf að skafa skinnið. Gert með lunellum hnífi / sköfu.

 

Því meira sem skinnið er skafið því betra verður það. Þunnt skinn er flottast og best. Hér er mikil hætta á að skafið sé of mikið og gert gat á skinnið. Varist það!

Ærandi hávaði fylgir sköfuninni. Mikið líkamlegt erfiði.

 

 

 

 

 

 

12.

Skinnið látið standa í skugga í tvo daga.

 

Alls ekki í sól.

 

 

 

 

 

 

13.

Pússa skinnið með sandi, svo allt hold fari af því.

 

Ekki pússa skinnið svo mikið að áferðin verði flauelsmjúk! Þá er skinnið ónothæft til skrifta þar eð það blæðir, þ.e. blekið á því.

 

 

 

 

 

 

14.

Spreyja smá vatni á skinnið, það sest á hold ef eitthvað er eftir af því og það er þá pússað af með sandi.

 

 

 

 

 

 

 

 

15.

Strekkið skinnið betur og jafnið togið allan hringinn í rammanum, þveng fyrir þveng.

 

Endanlegt útlit bókfellsins komið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áður en skrifað er á bókfell er gott að þvo yfirborðið, t.d. með ediki. Ég hef m.a.s. prófað naglalakkshreinsi með góðum árangri.

Þessi þvottur er sértaklega nauðsynlegur ef skinnið hefur verið handfjatlað mikið eftir spítinguna, en þá er væntanlega komin fingrafita á það og hana þarf að þvo af því annars sest blekið illa á skinnið, flýtur á fitunni og það viljum við ekki.