ForntextaSkrifarinn
Kristín Þorgrímsdóttir

www.mmedia.is/anno
anno@mmedia.is  
sími: 861 5443

 

 

Forsíða

Um mig
Þátttaka í endurvakningu
Nýjustu fréttir
 

Forntextaskriftir
Kennsluefni 
Námskeið
 
Vinnubúðir
Atriðaorðaskrá 
Tenglar

Myndasafn
I   Forntextaverk 
II  Nútímaleg verk 
III 
Sögulegt handverk  
IV
Miniaturar

Sölustaðir
Verslanir
Markaðir

Sögulegt handverk
Örnámskeið (væntanleg)

Handverk barna

Senda tölvupóst

English  (due soon) 
Please e-mail if you have 
some questions.

 

 


Ljósmyndir 

Trinity College, Dublin
Þar fór ég á sýningu á The Book of Kells og mörgum fleiri handritum frá miðöldum - sem allir skrifarar og lýsarar ættu að fara að skoða.  

  Myndatökur eru auðvitað ekki leyfðar inni á handritasafninu, en hér erum við mamma fyrir utan.  Hér er svo mikið stækkuð mynd af hluta skyltisins sem við skyggjum á...   

Í inngangi reyndist vera mjög vönduð minjagripaverslun! Nánast allt sem í henni er kemur sýningargripum safnsins við, beint eða óbeint. Flott! Fjöldi bóka og rita, DVD og CD diskar í boði og merkilega stórt svæði tekið undir minjagripi fyrir börn. Flest þar er hannað í greinilegum fræðslu- og kennslutilgangi. Úrvalið í heild vel valið í verslunina og mjög fjölbreytt. Í boði voru m.a.s. líka vandaðir handunnir munir og það út frá sama grunni, en frekar lítið pláss er ætlað handverki. Handunnir munir eru eðlilega dýrari vara. Miðaldasaga Íra er nánast áþreifanlegur grunnur á bak við úrvalið í versluninni. Fátt, ef nokkuð, í boði sem kemur málinu ekki við. Geri aðrir betur...

       

Christ Church, Dublin
Miðalda- og víkingasafnið DUBLINIA

 

Sýningin er, held ég, að langmestu leyti helguð tímabilinu frá ca. 12.öld, en víkingahlutinn er lítill og meira ætlaður yngstu skólabörnum en fullorðnum og þar er flest í tilgátuformi og með nútímasmíði úr krossviði eða álíka ómerkilegum viði. Sá hluti er aðeins nokkurra ára gamall skilst mér, en niðri í aðalsafninu, sem er mun eldra, gegnir allt öðru máli. Þar eru líka tilgátubúðir, básar og götur, en allt mun vandaðra. Ég gekk um í sæluvímu. Ég var yfir mig hrifin af því sem þar bar fyrir augu. Írar kunna svo sannarlega að vekja áhuga á sögu sinni. 

 

www.dublinia.ie/

Hér sést safnið utan frá í kirkjuportinu. Jarðhæðin er undir tilgátubúðirnar, 1. hæð undir sögu og fornmuni, 2. hæð undir tilgátubúðir frá tíma víkinga.

Starfsfólk tekur mjög vinalega á móti gestum í anddyrinu og er íklætt hvers-dagslegum miðaldabúningum. Kannski líka með þess tíma hárgreiðslur...? Ég hugsaði því miður ekki út í að taka mynd af þessu flotta pari.

  Tákn um markaðsleyfi   
Markaðsbás lyfsalans Hlutir á bási lyfsalans
  Matardiskar hárra og lágra... Matardiskur þjónustufólks  

Við gengum framhjá fjölda steindra glugga á leiðinni úr versluninni og yfir í sjálfa Christ Church. Ég var enn á ný gáttuð á fíngerðum línum. Hélt satt best að segja að hlutirnir hefðu verið grófgerðari. Enn á ný steingleymdi ég nýju myndavélinni.

  Gólfið í kirkjunni Tákn safnsins er fengið af flísum í kirkjugólfinu  

  Eitt margra altara og altarisbekkur með... ...mjúkt undirlag. Takið líka eftir gólfflísunum hér.  
  Flott vegghengi. Nærmynd af einu horni þess.  
  Bæn fyrir þá sem ganga til eins altarisins Nærmyndir.