ForntextaSkrifarinn
Kristín Þorgrímsdóttir

www.mmedia.is/anno
anno@mmedia.is
sími: 861 5443



Forsíða

Um mig
Þátttaka í endurvakningu
Nýjustu fréttir
 

Forntextaskriftir  
Kennsluefni
 

Námskeið
 &  Vinnubúðir
Atriðaorðaskrá
 
Tenglar

Myndasafn
I   Forntextaverk  
II  Nútímaleg verk  
III 
Sögulegt handverk  
IV
Miniaturar

Sölustaðir  
Verslanir

Markaðir &  Sýningar

Sögulegt handverk
Örnámskeið (væntanleg)

Handverk barna

Senda tölvupóst

English  (due soon)
Please e-mail if you have 
some questions.

 

Fróðleiksmolar

Hér er að finna fróðleiksmola fyrir fólk sem hefur áhuga á að endurvekja hætti miðalda, einkum fróðleik sem við kemur sögu og miðaldahandverki á einn eða annan hátt.

Það er von mín að fróðleikurinn geti nýst einstaklingum og stofnunum í stefnumótun og framkvæmd á gæðalegri endurvakningu miðaldahátta hér á landi, svo og sögulegri ferðaþjónustu.

Förum vel með sögulegar staðreyndir og vöndum tilgátusmíð okkar um miðaldalíf hér á landi. Vinnum út frá íslenskri miðaldasögu, en gleymum okkur ekki í tilbúinni rómantík.

 

Tíma-grindin sem ég vinn efni inn í er Landnám ---> Siðaskipti(!). 

 

1

Evrópskt miðaldasamfélag 

1.1.
Íslensk
saga 

Í íslenskum fornritum er sagt frá því að við landnám hafi hér verið fyrir írskir munkar, Papar, og að fundist hafi eftir þá bjöllur, baglar og bækur írskar

Erlend
saga

Heilagur Patrekur (ca.389-461eða 492) og Heilagur Colmcille (f. 521; d. 597) voru báðir munkar á Írlandi, Patrekur velskur, Colmcille írskur. Patrekur hóf kristniboð á Írlandi og hafði gríðarleg áhrif. Colmcille ólst upp í því umhverfi sem Patrekur skóp og tók sá fyrrnefndi sér það hlutverk að kristna heiðna, kristnaði m.a. Skotland frá klaustri sínu á eyjunni Iona. 
Þeir stofnuðu báðir fjölda "klaustra" í sinni tíð, á núverandi Bretlandseyjum, eins konar klasa af litlum hring- eða kúlulaga byggingum, sem hver hafði sitt hlutverk í klausturlífinu. 
Colmcille var mjög áhrifamikill og goðsögn þegar í lifanda lífi, en eftir tíma hans sigldu sumir reglubræður hans út frá Írlandi og Skotlandi til að finna afskekktar eyjar. Algengast var að klaustrum væri valinn staður úti í afskekktum eyjum, hólmum eða á skerjum og fjallsbrúnum. 
Talið er að smá-klasaklaustrin hafi verið byggð úr viði - þar sem hann var að finna - steinum og mold, með strá- eða tágaþaki (?).

Tilgáta

Ég tel næsta víst að tengsl hafi verið á milli veru Papa á Íslandi og írsks klausturlifnaðar eins og hann var í tíð Patreks og Colmcille.

Tillaga

Tilgátubúðir um búsetu Papa hér á landi mættu því að vera í írskum smáklasa-klausturstíl. Gluggalausir og hringlaga íverukofar, hver með sitt hlutverk, t.d. einn fyrir bænahald, annar fyrir skriftir bóka o.s.frv. 

Hug-
renning

Í sögukennslu hér á landi er lögð áhersla á að Papar hafi horfið á brott er hina heiðnu norrænu landnema bar að landi undir lok 9. aldar. Síðari tíma menn benda jafnvel á að þeir hljóti að hafa farið í æði miklum flýti úr því þeir skildu eftir sig verðmæta hluti, eins og bjöllur, bagla og bækur írskar.
Í fornritum okkar segir að Papar hafi ekki viljað vera hér við heiðna menn og í túlkunum á því íjað að því að hinir heiðnu hafi verið hálfgerðir villimenn í þeirra augum. 
Ég held hins vegar að brottför Papa sé betur útskýrð með vísan í eftirsókn þeirra eftir friði og ró til trúariðkana heldur en ótta þeirra við villimennsku heiðingja. Þessu til stuðnings skal á það bent að Írar áttu þá þegar merkilegan bakgrunn samfélagslega, sem sýnir að þeir gátu lifað í ágætri sátt við "heiðna" og voru - auk þess - sérlega dugmiklir trúboðar, svo því hefðu þeir átt að óttast heiðingja á Íslandi eitthvað meira er heiðingja á Írlandi, Skotlandi og Englandi?

Mörg örnefni og mannanöfn hér á landi eiga keltneskan uppruna. Ég veit svo sem ekki hvenær eða hvernig þau nefni komu til, en finnst merkilegt að Keltum skuli ekki gert hærra undir höfði í sögu okkar. Ég skrifa kannski meira um þetta síðar - ef tími vinnst til...

1.2.
Íslensk
saga 
 
Erlend
saga
 
Tilgáta  
Tillaga  
Hug-
renning
2

Handverk

2.1.
Íslensk 
saga 

... meira tengt Pöpum og bókum írskum...

Erlend
saga

Colmcille var ágætur skrifari og er talinn hafa gert mikið af því að afrita trúarrit. Handrit hans voru í hinum sérkennandi eyjaleturs- og keltneskum stíl, sem t.d. er að finna í The Book of Durrow og The Book of Kells. Þær bækur voru ritaðar á Írlandi á 6.- 9.öld. Skreytingastíll er keltneskur og texti skrifaður með Eyjaletri og Hálf Uncial leturgerð, þróaðri úr rómverskri Uncial leturgerð. Gull er ekki notað í skreytingum, einungis gulir litir. 
Handrit í sama stíl eru þekkt víðar, t.d. frá Lindisfarne á Englandi.

Víkingaferðir eru sagðar hefjast með árásum á klaustrið í Lindisfarne á Englandi, en klaustur voru ákjósanlegir staðir fyrir víkinga að herja á því þau voru rík (eða geymdu verðmæti fyrir aðra) og óvarin á þessum tíma. 
Írskir munkar eru sagðir hafa forðað The Book of Kells frá Iona (?) langt inn á Írland til að koma í veg fyrir að bókin kæmist í hendur hinna heiðnu víkinga. 

Tilgáta

Þær bækur írskar sem landnámsmenn eru sagðir hafa fundið hér á landi hljóta að hafa verið í hinum sterkt sérkennandi írsk-keltneska stíl, svipuðum þeim sem sést í handritum frá 6.- 9. öld. Annar stíll þekktist þá vart í hinum unga kristna heimi á þessum slóðum. 

Víst má telja að einhverjir hinna kristnu landnema hafi komið með eigin trúarrit hingað til lands, allavega þeir ríku (kannski Auður djúpúðga (?), sem hafði tengsl bæði við Írland og Skotland.
Trúlega komu einnig sæfarar úr víkingaferðunum með kristin trúarrit hingað til lands.

Hér, sem annars staðar, voru handrit lánuð manna í milli og afrituð. 

Tillaga

Gjafavara og minjagripir fyrir miðalda-markaði hér á landi, svo sem forntexta- og myndverk, mega vera í hinum sérkennandi keltneska stíl, en gætu haft þema-bland úr kristni og Ásatrú. Þetta er, jú, allt sama tóbakið... sama mannlega þörfin fyrir trú, viðbrögð, hegðun, útskýringar og afleiðingarnar...

Hug-
renning

Írar höfðu leiðandi áhrif í bókagerð í Norður-Evrópu, bæði hvað varðar leturþróun og skreytingar, en hvoru tveggja var stælt víða um álfuna. Handrit þeirra þekktust trúlega auðveldlega af sérkennandi leturgerð og skreytistíl. 
Rómverjar höfðu aldrei komist yfir eyjarnar á Bretlandi, eða Írland og Skotland, en þar þróaðist leturstíll og skrautgerð svo til óháð rómönskum öflum. Írar tóku t.d. inn í skreytilist sína tákn og skraut úr eigin umhverfi (heiðnu), á meðan rómönsk skreytilist var sterklega mótuð að ofan. Kirkjuþing setti reglur um meðferð tákna og jafnvel lita, en rétt skyldi farið með þessa hluti svo ekkert misfærist í túlkun trúarinnar. 
Mér sýnist Írar hafa leikið sér meira með tákn og myndir. Ég er alls ekki að halda því fram að þeir hafi vísvitandi falið í skrauti sínu forn og heiðin tákn, heldur einungis að segja að það umhverfi sem þeir þekktu og tákn sem þeir höfðu haft fyrir augunum hljóta að hafa síast  inn í list þeirra. Hinir þekktu spíralar þeirra eru t.d. úr ævafornu og heiðnu umhverfi. 

Ísland var líka langt fjarri stýrivaldi rómönsku kirkjunnar og má ætla að sama frelsi hafi ríkt hér í listsköpun og notkun á t.d. þekktum táknmyndum úr Ásatrú. 

3

Klæði, skór, fylgihlutir

Íslensk 
saga 

Lítið hefur varðveist af klæðum og skóm frá miðöldum á Íslandi, en talsvert af fylgihlutum, eins og skarti. 

Erlend
saga

 

Tilgáta

Íslendingar eltust engu síður en aðrir Evrópubúar við tískustrauma á miðöldum. 

Tillaga

Endurvakning á Íslandi má taka mið af útlendum tískustraumum í klæðaburði. 

Hug-
renning

Þegar ég hóf þátttöku í endurvakningu miðaldahátta gekk ég eiginlega út frá því að Íslendingar hefðu verið fremur illa til fara á miðöldum og að þeir hafi ekki haft efni á að eltast við tískustrauma Evrópu. Búningurinn sem ég fékk mér bar þess merki, en ég taldi rangt að hlaða mig skarti eða sauma nema rétt brúklegan kjól. 
Í dag þykist ég þess fullviss að Íslendingar hafi haft bæði kunnáttu og getu til að klæðast vel og að hjá þeim hafi gætt sterkrar tilhneigingar til skrautklæðaburðar, rétt eins og hjá öðrum þjóðum. 
Víða í fornritum okkar má sjá þess merki að klæði og fylgihlutir hafi verið hátt skrifaðir á miðöldum. Forláta skykkjur, skyldir, hringar, sverð. 
Nú, svo voru m.a.s. sett lög um skrúðklæðaburð. Varla hefur það komið til úr þunnu lofti... 

4 Matarílát o.þ.h.
Íslensk 
saga 

 

Erlend 
saga
 
Tilgáta  
Tillaga  
5 Tjaldbúðir og markaðir
Íslensk 
saga 

Okkur er kennt að tjaldað hafi verið yfir búðir á alþingi, en enginn virðist treysta sér til að segja nákvæmlega til um hvernig þær búðir og tjöld hafi verið. 

Erlend 
saga

Í evrópskum handritum má sjá mýgrút af myndum af hertjöldum, oftast há og hringlaga (sex- eða átthyrnd?), bæði stökum og mörgum tjöldum tengdum saman í stórar tjaldbúðir, svo sem fyrir höfðingja eða konunga.
Víkingatjöld eru hvergi til varðveitt að því er ég best fæ séð, en þó ætla menn að tjaldað hafi verið úr seglum skipa þeirra...  og að tjaldað hafi verið á A-grind. 

Tilgáta

Farand-tjaldbúðir Íslendinga voru trúlega með einföldu sniði, en tjaldað yfir mó-tóftir þar sem algengt var að menn kæmu saman, svo sem á alþingi. Þá trúlega mun þægilegri "búðir" heldur en þar sem var áð næturlangt eða í stuttan tíma. 
Ég tel vel hugsanlegt að ríkt fólk hafi tekið með sér klæða-kistur þegar það reið til alþingis. Þar sýndu menn sig og sáu aðra, flögguðu veldi sínu og stofnaði til sambanda. 

Tillaga

Ekki tjalda í A-lag hér á landi, miklu frekar bogadregið (vegna regns og vinda). A-lag gengur varla upp nema fyrir sæfara ef segl á að hafa verið notað í tjald. 
Markaðs-tjöld ættu að vera samtengd á einhvern hátt og jafnvel gert ráð fyrir að gestir hafi þar skjól. 

Hug-
renning

"Að tjalda því sem til er" - hvað merkir það? Mig grunar að orðið "tjald" og "tjaldbúðir" hafi þýtt eitthvað annað og meira á miðöldum. Þarf að kanna þetta...

 

 

 

 


EFNI

1. Evrópskt miðaldasamfélag
1.1. Papar og klausturlíf á Íslandi
1.2. 

2. Handverk
2.1. Bækur írskar; handritastíll
2.2. 

3. Klæði, skór, fylgihlutir
3.1. Evrópskar tískusveiflur
3.2. 

4. Matarílát o.þ.h.
4.1. 

5. Tjaldbúðir og markaðir
Tjöld sæfara, tjaldbúðir á Alþingi 5.1. 

 

 


Mynd: Úr spænsku handriti